Níu börn særð eftir skotárás á bensínstöð

Skotárásin átti sér stað á Shell-bensínstöð en óljóst er hvað …
Skotárásin átti sér stað á Shell-bensínstöð en óljóst er hvað olli átökunum. Mynd úr safni. AFP

Níu börn á aldrinum fimm til sautján ára eru særð eftir að skotárás hófst á Shell-bensínstöð í borginni Colombus í Georgíuríki í Bandaríkjunum á föstudag. Ekkert barnanna er lífshættulega sært og telst það mikið lán að ekki fór verr.

Fréttastofa CNN greinir frá þessu.

Skotárásin hófst eftir að hópur ungmenna sem voru stödd í samkvæmi nálægt bensínstöðinni færðu sig yfir á bensínstöðina þar sem átök komu upp innan hópsins en í kjölfarið hófst einhvers konar skotárás.

Enn er óljóst hvað olli átökunum en mörg vitni að atburðinum eru ekki samstarfsfús við lögreglu.

Þá er einnig óljóst hver hóf skothríðina, hversu mörg skotvopn voru notuð og hversu mörgum skotum var hleypt af. Sjö strákar og tvær stelpur slösuðust í skotárásinni en fjórir þeirra slösuðu hafa nú þegar verið útskrifaðir af spítala. 

Enginn hafði verið ákærður í málinu í gærkvöldi en lögregla rannsakar málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert