Annar stór skjálfti í Tyrklandi

Eyðilegging í Antakya-borg 18. febrúar
Eyðilegging í Antakya-borg 18. febrúar AFP/Sameer al-Doumy

Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 mældist í Hatay-héraði í suðurhluta Tyrklands í dag, sá stærsti síðan 7,8 stiga skjálfti varð 6. febrúar.

Skjálftinn varð klukkan 20.04 að staðartíma í kvöld, eða klukkan 17.04 að íslenskum tíma og fannst hann vel í Antakya og Adana, 200 kílómetrum norðanvið upptök jarðskjálftans.

Blaðamaður AFP segir að mikil hræðsla hafi orðið í kjölfar skjálftans og að heyrst hafi í fólki kalla á hjálp og það sagst vera slasað.

44.000 manns hafa látið lífið í Tyrklandi og Sýrlandi síðan stóri skjálftinn varð 6. febrúar.

Uppfært klukkan 19

Byggingar sem skemmdust í stóra skjálftanum á hamfarasvæðinu í Tyrklandi hrundu í jarðskjálftanum í kvöld.

Skjálftinn fannst einnig í Líbanon og í Sýrlandi en eftirskjálfti að stærðinni 5,8 fylgdi þremur mínútum síðar.

Almannavarnir í Tyrklandi vara fólki frá því að vera nálægt ströndum landsins því sjávarborð geti hækkað um 50 sentímetra vegna skjálftans.

Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort mannfall hafi orðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert