Biden í óvænta heimsókn til Úkraínu

Selenskí og Biden í Kænugarði í morgun.
Selenskí og Biden í Kænugarði í morgun. AFP/Dimitar Dilkoff

Joe Biden Bandaríkjaforseti fór í óvænta heimsókn til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, í morgun en á föstudaginn verður ár liðið síðan Rússar réðust inn í landið.

Biden hitti Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í fyrstu heimsókn sinni til Úkraínu síðan stríðið hófst.

AFP/Dimitar Dilkoff

Selenskí fagnaði heimsókn Bidens og sagði hana „virkilega mikilvægt merki um stuðning“.

Selenskí og Biden í Kænugarði í morgun.
Selenskí og Biden í Kænugarði í morgun. AFP/Dimitar Dilkoff

Þegar forsetarnir tveir gengu saman út úr kirkju ómuðu loftvarnarflautur, án þess að þeir virtust kippa sér upp við það.

„Joseph Biden, velkominn til Kænugarðs! Heimsókn þín er virkilega mikilvægt merki um stuðning fyrir alla Úkraínumenn,“ sagði Selenskí á Telegram.

Áframhaldandi stuðningur

Á meðan á heimsókninni stóð lofaði Biden fleiri vopnasendingum til Úkraínu. Hann hét því einnig að bandarísk stjórnvöld myndu halda áfram að styðja dyggilega við bakið á Úkraínu í stríðinu.

AFP/Dimitar Dilkoff

„Ég mun tilkynna um aðra sendingu af mikilvægum búnaði, þar á meðal skotfærum fyrir stórskotalið, kerfi til varnar skriðdrekaárásum og radarkerfi til að aðstoða úkraínskan almenning við að verjast loftárásum,“ sagði Biden í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka