Hernaðarósigur Rússa sé óumflýjanlegur

Alexei Navalní á mótmælum árið 2018.
Alexei Navalní á mótmælum árið 2018. AFP/Vasilí Maxímóv

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní segir hernaðarósigur Rússlands óumflýjanlegan og að engu máli skipti þó svo að Kremlverjar sendi fleiri hermenn til að heyja stríð í Úkraínu.

„Líf tug þúsunda rússneskra hermanna hefur verið lagt í rúst,“ segir í yfirlýsingu Navalní sem er gefin út þegar liðlega ár er liðið frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Hann kveður mögulegt að halda stríðinu áfram á kostnað hundruð þúsunda rússneskra hermanna til viðbótar en að ósigur bíði Vladimír Pútín Rússlandsforseta þó á endanum.

Áhyggjur af heilsu Navalnís

Navalní, sem er einn helsti gagnrýnandi Pútíns, hefur nú setið í fangelsi í tvö ár. Hann var fangelsaður í fe­brú­ar­mánuði árið 2021 fyr­ir gaml­ar kær­ur vegna fjár­svika.

Áhyggjur hafa verið uppi um heilsufar hans undanfarið en í síðasta mánuði skrifuðu um 500 rúss­nesk­ir lækn­ar und­ir opið bréf til Pútíns þar sem þess er kraf­ist að fang­els­is­yf­ir­völd hætti að kvelja stjórnarandstæðinginn og veiti hon­um þess í stað viðun­andi lækn­is­meðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert