Bresku tefyrirtækin Unilever og James Finlay & Co standa frammi fyrir ásökunum um að kynferðislegt ofbeldi eigi sér stað á teplantekrum þeirra í Kenía. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC sem rannsakaði málið.
Blaðamenn ræddu við 100 konur á umræddum plantekrum. Yfir 70 konur lýstu því fyrir BBC að þeir höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu yfirmanna þeirra.
Konurnar greindu frá því að ef þær létu ekki undan áreitinu þá myndu þær missa vinnuna.