Neyðarástand framlengt um viku

Vatn hefur flætt um götur víða.
Vatn hefur flætt um götur víða. AFP/ MARTY MELVILLE

Uppbyggingin eftir fellibylinn Gabrielle mun að öllum líkindum kosta Nýja-Sjáland milljarða nýsjálenskra dala. Nú þegar hafa að minnsta kosti 300 milljónir dala eða 27,6 milljarðar króna verið eyrnamerktar í uppbyggingu og björgunaraðgerðir. Neyðarástand hefur verið framlengt í landinu um sjö daga.

Fellibylurinn fór að láta finna fyrir sér um 12. febrúar síðastliðinn. Þegar eru ellefu látnir og búist er við því að fjöldi látinna fari hækkandi á næstu dögum. Enn er 2.300 manns leitað. Þessu greinir AFP frá.

Fellibylurinn hefur ollið miklum skemmdum á innviðum landsins og heimilum með miklum flóðum og vindum. Nú er unnið að því að koma vega-, rafmagns- og samskiptakerfum landsins í gang. Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Chris Hipkins segir 15 þúsund heimili enn vera án rafmagns.

Haft er eftir fjármálaráðherra landsins, Grant Robertson þar sem hann segir peninginn sem þegar hefur verið eyrnamektur fyrir uppbyggingu og aðstoð duga skammt til þess að takast á við eyðilegginguna. Búist hann við því að kostnaðurinn muni á endanum nema milljörðum nýsjálenskra dala.

Þetta er í þriðja sinn í sögu landsins sem neyðarástand hefur verið boðað. Fyrstu tvö voru boðuð árið 2019 vegna kórónuveirufaraldursins og árásanna í Christchurch.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka