Rússum vísað úr landhelgi Hollands

Rússar eru sagðir hafa reynt að kortleggja vindorkuver í Norðursjó …
Rússar eru sagðir hafa reynt að kortleggja vindorkuver í Norðursjó í þeim tilgangi að raska raforkumannvirkjum Hollands.

Rússum er gefið að sök að hafa reynt að kortleggja vindorkuver í Norðursjó í þeim tilgangi að raska raforkumannvirkjum Hollands.

Jan Swillens, yfirmaður leyniþjónustu hollenska hersins, upplýsti blaðamenn í dag um málið en hann segir að rússneskt skip hafi á undanförnum mánuðum siglt inn í hollenska landhelgi. Skipinu hefur verið vísað á brott af hollensku strandgæslunni og sjóhernum.

„Það sem við höfum séð undanfarna mánuði er það að rússneskir aðilar hafa verið að reyna að skilja hvernig orkumálum er hagað á Norðursjó í þeim tilgangi að raska þeim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka