Þungt högg fyrir fíkniefnamarkaðinn

Sænska lögreglan hefur svipt hulunni af starfsemi stórtæks fíkniefnahrings.
Sænska lögreglan hefur svipt hulunni af starfsemi stórtæks fíkniefnahrings. AFP/Fredrik Persson

Lögregla í Svíþjóð hefur í samstarfi við lögreglu á Spáni og víðar í Evrópu afhjúpað starfsemi fíkniefnahrings með eina af bækistöðvum sínum í Sollentuna, norður af höfuðborginni Stokkhólmi, en grunur leikur á að hringurinn hafi um árabil flutt stórar fíkniefnasendingar til Svíþjóðar.

Handtók lögregla þrjá menn í Svíþjóð fyrir helgi og var sá fjórði handtekinn á Spáni. Áður höfðu aðrir fjórir verið handteknir. Allir eru handteknu grunaðir um stórfelld fíkniefnabrot. Lögregla segir aðgerðina þungt högg fyrir fíkniefnamarkaðinn á sænska höfuðborgarsvæðinu og segir umsvif hringsins ekki mældan í hundruðum kílógramma heldur tonnum af fíkniefnum síðustu árin samanlagt.

„Okkar mat er að þetta hafi mikil áhrif á fíkniefnamarkaðinn í Stokkhólmi,“ segir Stephan Kiernan lögreglustjóri við sænska ríkisútvarpið SVT.

SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka