Vara Kínverja við að styðja Rússa

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP/Clodagh Kilcoyne

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að kínversk stjórnvöld væru nú að íhuga að senda hergögn til Rússa til þess að aðstoða þá við innrásina í Úkraínu. Varaði Blinken Kínverja við því að öll slík aðstoð við Rússa myndi valda „alvarlegum vandamálum“.

Blinken sagði í fréttaskýringaþættinum Face the Nation á CBS-sjónvarpsstöðinni bandarísku að á meðal þess sem Kínverjar væru að íhuga væri að senda allt frá skotfærum til vopnanna sjálfra.

Blinken var staddur í München um helgina, þar sem hann sótti öryggisráðstefnuna þar. Hann fundaði þar með Wang Yi, utanríkisráðherra Kínverja, og ræddi þar við hann um bæði njósnabelgsmálið sem og mögulega aðstoð Kína við Rússland.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka