Farþega enn leitað á hættusvæði við eldfjall

Mayon-eldfjallið á Flippseyjum.
Mayon-eldfjallið á Flippseyjum. Ljósmynd/Colourbox

Leit stendur nú yfir af farþegum flugvélar sem að fannst á sunnudag eftir að hún hrapaði rétt við gíg Mayon-eldfjallsins í Filippseyjum. Leitin hefur nú staðið yfir í þrjá daga og er vonast til þess að einhverjir farþegar vélarinnar finnist í dag.

Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa klifrað upp í hlíðar fjallsins, notað þyrlur og þefhunda til þess að reyna að finna farþegana. Slæmt veður hefur tafið leitina, að því er segir í umfjöllun breska útvarpsins.

Í vélinni voru að minnsta kosti tveir ástralskir jarðhitaráðgjafar og tveir áhafnarmeðlimir. Vélin fannst 300 til 350 metra frá gíg eldfjallsins sem er enn flokkað sem virkt. Frá eldfjallinu koma enn gös þrátt fyrir að það hafi ekki gosið síðan 2018

Þá er svæðið í fjögurra kílómetra radíus í kringum eldfjallið er talið hættulegt vegna skriða og grjótfalls.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka