Heimsókn Bidens treystir böndin

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti Kænugarð í gær, í fyrsta sinn frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu. Heimsóknin markaði upphaf Evrópureisu forsetans, þar sem hann hyggst funda með helstu bandamönnum Bandaríkjanna um frekari aðstoð við Úkraínu.

Biden flutti ávarp í Kænugarði, þar sem hann hét Úkraínumönnum hernaðaraðstoð sem væri virði um 500 milljóna bandaríkjadala, eða sem nemur tæpum 72,4 milljörðum íslenskra króna.

Þá hét hann órofa stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, nú þegar bráðum eitt ár er liðið frá upphafi innrásarinnar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka