Kona á níræðisaldri lést eftir að krókódíll réðst á hana þar sem hún var úti að labba með hundinn sinn í suðurhluta Flórída-ríkis í Bandaríkjunum.
Carol, nágranni konunnar er varð vitni að árásinni, kveðst hafa reynt að koma konunni til bjargar með því að rétta henni stöng sem hún gæti gripið í til að losa sig frá dýrinu. Það hafi hins vegar verið of steint og tókst krókódílnum að draga konuna niður í vatnið með sér.
„Ég man eftir að sjá hana koma upp úr vatninu til þess að draga inn andann,“ segir Carol þegar að hún lýsir árásinni. „Ég gat ekki gert neitt, ég gat ekki farið í vatnið.“
Hundurinn komst lífs af en konan lést af sárum sínum. Lögreglunni tókst síðar að handsama krókódílinn en dýrið er talið vega allt að 320 kíló.
Ekki er óalgengt að krókódílar sjáist á rölti um götur Flórída.