Staðfesta að lík Bulley sé fundið

Lögreglan í Lancashire í Bretlandi hefur staðfest að lík Nicholu …
Lögreglan í Lancashire í Bretlandi hefur staðfest að lík Nicholu Bulley sé fundið. AFP/Paul Ellis

Lögreglan í Lancashire í Bretlandi hefur staðfest að lík Nicholu Bulley sé fundið.

Þrjár vikur er síðan hún hvarf sporlaust er hún var á gangi með hund sinn í bænum St. Michael's í Wyre í norðvest­ur­hluta Lancashire. Líkið fannst í á um 1,6 kílómetra frá staðnum sem hún sást síðast. 

Fjölskylda hennar sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu Bulley vera „miðpunkt lífs þeirra“. 

Lögregluþjóninn Pauline Stables las yfirlýsingu fjölskyldunnar fyrir utan lögreglustöðina í Lancashire. 

Lögreglan las yfirlýsingu fjölskyldunnar í gær.
Lögreglan las yfirlýsingu fjölskyldunnar í gær. AFP/Paul Ellis

Fordæma framgöngu fjölmiðla

Í yfirlýsingunni sagðist fjölskyldan harma að þurfa einn daginn að útskýra fyrir dætrum Bulley að fjölmiðlar hafi ásakað föður þeirra að hafa orðið móður þeirra að bana. 

„Það er gjörsamlega hryllilegt. Þeir verða að axla ábyrgð. Þetta getur ekki gerst fyrir aðra fjölskyldu.“

Þá sagði einnig að fjölmiðlar hafi haft samband við fjölskylduna beint eftir að þau báðu sérstaklega um að vera látin í friði.

 „Vita fjölmiðlar og aðrir miðlar, og svokallaðir sérfræðingar, ekki hvenær eigi að hætta? Þetta er líf okkar og líf barnanna okkar.“

Fjölskyldan þakkaði einnig vinum, nágrönnum og samfélaginu í St. Michael's í Wyre. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka