Stálheppinn norskur miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Víkingalottó og fékk 457.320.000 krónur í sinn hlut. Annar heppinn Norðmaður hreppti annan vinninginn sem nam 94.320.050 krónum.
Þá skipta fjórir með sér þriðja vinningi og fær hver 1.140.330 krónur í vasann en allir miðarnir voru í áskrift.
Einn var með allar fimm Jókertölurnar réttar og fékk tvær milljónir í sinn hlut og þrír skiptu með sér öðrum Jókervinningnum, þar á meðal tveir Íslendingar, annar sem keypti sinn miða á N1 í Háholti í Mosfellsbæ og hinn á lotto.is.