Tveir fórust og yfir 50 saknað

Xi Jinping, forseti Kína, vill að allt verði gert til …
Xi Jinping, forseti Kína, vill að allt verði gert til að finna þá sem lokuðust inni í námunni. AFP/Noel Celis

Að minnsta kosti tveir fórust og yfir 50 er saknað eftir að kolanáma hrundi í Innri-Mongólíu í norðurhluta Kína.

Að sögn ríkisfjölmiðilsins CCTV varð slysið í námu í vesturhluta héraðsins Alxa League og er talað um að aurskriða hafi valdið hruninu.

„Sem stendur hafa tveir látist og sex slasast. 53 er saknað,“ sagði CCTV á samfélagsmiðli.

Xi Jinping, forseti Kína, hefur fyrirskipað yfirvöldum að „gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leita að týnda fólkinu“, sagði í frétt CCTV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert