Bogfimi í Evrópu 40.000 árum eldri en áður var talið

Örvar sem voru endurgerðar út frá fornleifunum sem fundust í …
Örvar sem voru endurgerðar út frá fornleifunum sem fundust í hellunum í Frakklandi. AFP

Fornleifar hafa fundist í helli í suðurhluta Frakklands sem sanna að menn í Evrópu notuðu fyrst boga og örvar til að veiða fyrir 54 þúsund árum síðan sem er töluvert fyrr en áður var talið.

Rannsóknin sem birtist í gær í tímaritinu Science Advances sýnir að bogfimi í Evrópu er 40 þúsund árum eldri en upphaflega var talið. Þó er vert að nefna að elstu ummerkin um bogfimi í Afríku nema um 70 þúsund árum.

Fyrir fundin í Frakklandi voru elstu ummerkin um boga og örvar tíu til tólf þúsund ára gömul en þau fundust í Þýskalandi. Í hellinum í Frakklandi á Grotte Mandrin svæðinu fundust fornleifar af örvahausum sem teljast 54 þúsund ára gamlir.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert