Brotnaði saman í réttarsalnum

Tirsdalen-heimilið í Kristrup í Randers þar sem félagsliðinn eitraði fyrir …
Tirsdalen-heimilið í Kristrup í Randers þar sem félagsliðinn eitraði fyrir vistmönnum með lyfjum sem þeim var ekki ætlað að fá. Ljósmynd/Sveitarfélagið Randers

Sus­anne Hein Kristen­sen, sex­tug­ur fé­lagsliði, brotnaði sam­an og grét í Héraðsdómi Rand­ers í Dan­mörku í dag þegar hún hlaut 16 ára fang­els­is­dóm fyr­ir stór­fellt of­beldi og til­raun til mann­dráps gagn­vart fjór­um vist­mönn­um Tirs­da­len-umönn­un­ar­heim­il­is­ins þar í bæn­um sem hún eitraði fyr­ir í fe­brú­ar og mars í fyrra með þeim af­leiðing­um að eitt fórn­ar­lambanna lést en hin veikt­ust heift­ar­lega en flytja þurfti öll fjög­ur með hraði á sjúkra­hús.

Í ákæru var Kristen­sen gefið að sök að hafa gefið fólk­inu vöðvaslak­andi lyfið Bakló­fen sem gefið er við spa­stísk­um vöðvakrömp­um og skylt gamma-amínó-smjör­sýru, GABA, sem dreg­ur úr los­un ákveðinna boðefna í mænu. Ofan í það hafi ákærða gefið fórn­ar­lömb­um sín­um geðdeyfðar­lyfið Mirtazapín, sem einnig hef­ur ró­andi verk­un, og ben­sódía­sepín­lyfið Diazepam, al­mennt þekkt sem Val­í­um, sem hef­ur slævandi, kvíðastill­andi og vöðvaslak­andi eig­in­leika.

„Ég gerði það ekki“

Neitaði fé­lagsliðinn staðfast­lega sök gegn­um all­an rekst­ur máls­ins og ít­rekaði í hinsta sinn áður en dóm­ar­ar og kviðdóm­ur gengu afsíðis til að greiða at­kvæði sín um sekt henn­ar eða sak­leysi. „Ég gerði það ekki,“ voru henn­ar síðustu orð áður en dóm­ur­inn var kveðinn upp.

Niðurstaðan var sú að Kristen­sen hlaut ekki dóm fyr­ir mann­dráp held­ur fjór­ar til­raun­ir til mann­dráps og beit­ingu stór­fellds of­beld­is í fjór­um til­fell­um, þar af einu sem hafði ban­væn­ar af­leiðing­ar.

„Ákærða hafði, sem tengiliður við fórn­ar­lömb­in og föst kvöld­eft­ir­lits­mann­eskja þeirra, hvort tveggja í umönn­una­r­í­búðunum og íbúðunum fyr­ir eldri borg­ara, yf­ir­grips­mikla þekk­ingu á heilsu­fari þeirra,“ seg­ir í dómsniður­stöðu. Taldi dóm­ur­inn ósannað að Kristen­sen hefði áttað sig á að lyf­in sem hún gaf fjór­menn­ing­un­um hefðu verið þeim svo hættu­leg sem raun bar vitni en þó hefði henni mátt vera ljóst að hátt­semi henn­ar gæti haft al­var­leg veik­indi í för með sér. Með þeim rök­stuðningi sýknaði héraðsdóm­ur af ákæru­liðnum sem fjallaði um mann­dráp.

Lagði á ráðin af full­komnu til­lits­leysi

Taldi rétt­ur­inn þó sannað að Kristen­sen hefði verið kunn­ugt um að fólkið gæti hlotið bana af lyfja­gjöf­inni en framb­urður hátt í 40 vitna við aðalmeðferð máls­ins benti til þess að ásetn­ing­ur henn­ar hefði staðið til þess að skaða vist­menn­ina. Hefði hún varið óeðli­lega mikl­um tíma í lyfja­geymslu heim­il­is­ins um það leyti sem fólkið veikt­ist auk þess sem við hús­leit á heim­ili henn­ar fund­ust lyf sem hún hafði haft með sér heim og voru þau sömu og hún gaf fórn­ar­lömb­um sín­um. Þá hefði Kristen­sen verið eini starfsmaður heim­il­is­ins sem var á vakt – og sam­vist­um við alla vist­menn­ina sem veikt­ust – kvöldið áður en flytja þurfti þá á sjúkra­hús.

Taldi héraðsdóm­ur Kristen­sen eng­ar máls­bæt­ur eiga sér og skyldi henni metið til refsiþyng­ing­ar að hún valdi sér fjög­ur fórn­ar­lömb úr hópi þeirra sem hún hafði eft­ir­lit með. Þá yrði að líta til þess að starf ákærðu fólst í því að gæta vist­manna heim­il­is­ins og und­an þeirri skyldu hefði hún vikið sér gróf­lega.

„Um var að ræða fjóra varn­ar­lausa og veiklaða vist­menn á umönn­un­ar­heim­ili þar sem ákærða mis­notaði stöðu sína sem fé­lags­leg­ur stuðningsaðili inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins yfir lengra tíma­bil og lagði á ráðin um gjörðir sín­ar af full­komnu til­lits­leysi,“ sagði að lok­um í rök­stuðningi dóm­enda.

DR

DRII (frá upp­hafi aðalmeðferðar í janú­ar)

TV2

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert