Tók sjálfu yfir kínverska „njósnabelgnum“

Sjálfan sem flugmaðurinn tók.
Sjálfan sem flugmaðurinn tók. AFP/Bandaríska varnarmálaráðuneytið

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur birt ljósmynd sem var tekin af flugmanni er hann flaug yfir kínverskum loftbelg sem var skotinn niður fyrr í þessum mánuði.

Sjálfan var tekin úr flugstjórnarklefa njósnavélar á sama tíma og leiðtogar í hernaði fylgdust með loftbelgnum svífa yfir Bandaríkjunum, að því er er BBC greinir frá. 

Stjórnvöld í Peking, höfuðborg Kína, segja að loftbelgurinn hafi tengst veðurathugun og fokið til Bandaríkjanna.

Bandarísk stjórnvöld segja aftur á móti að loftbelgurinn hafi verið hluti af umfangsmikilli kínverskri njósnastarfsemi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka