Talsmaður samfélagsmiðilsins TikTok segir þá ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að banna notkun smáforritsins í öllum tækjum sem starfsfólki framkvæmdastjórnarinnar er úthlutað, byggða á ranghugmyndum um eðli vettvangsins.
„Þessi ákvörðun veldur okkur vonbrigðum, við teljum hana vanhugsaða og byggða á grundvallarmisskilningi,“ sagði talsmaður fyrirtækisins eftir að framkvæmdastjórnin viðraði áhyggjur sínar af verndun gagna í tengslum við notkun TikTok.