Einnar mínútu þögn í Bretlandi

Karl Bretakonungur flutti ávarp í morgun og minntist þess að …
Karl Bretakonungur flutti ávarp í morgun og minntist þess að ár er liðið frá innrás Rússa. AFP/Molly Darlington

Bret­ar héldu einn­ar mín­útu þögn nú klukk­an 11:00 og minnt­ust þess í henni að eitt ár er liðið frá inn­rás Rússa í Úkraínu þenn­an sama dag í fyrra.

Ris­hi Sunak for­sæt­is­ráðherra mun í dag efna til sam­komu í embætt­is­bú­stað sín­um við Down­ing-stræti þar sem úkraínsk­ir her­menn verða meðal gesta ráðherr­ans. Karl Bret­landskon­ung­ur flutti í morg­un ávarp og for­dæmdi í því gjörðir Rússa gagn­vart ná­grönn­um sín­um ásamt því að lofa Úkraínu­menn fyr­ir seiglu þeirra og hug­prýði.

„Heim­ur­inn hef­ur með vax­andi hryll­ingi fylgst með allri þeirri ónauðsyn­legu þján­ingu sem Úkraínu­menn hafa mátt þola, sum­ir hverj­ir fólk sem ég hef notið þeirr­ar ánægju að hitta hér í Bretlandi og víðar um heim, allt frá Rúm­en­íu til Kan­ada,“ sagði Karl.

Gleðitár á hvörm­um

Sagðist hann vona að hin ríku­lega samstaða heims­ins með Úkraínu­mönn­um skilaði sér í fleiru en ein­göngu áþreif­an­legri aðstoð, í henni þyrfti einnig að búa styrk­ur sprott­inn af þeirri vissu að sam­einuð stönd­um við.

Úkraínski flóttamaður­inn Rita flúði land ásamt fjór­um börn­um sín­um skömmu eft­ir að inn­rás­in var gerð í fyrra. Hún hef­ur nú fundið sér bresk­an kær­asta sem Andy heit­ir og búa þau skötu­hjú­in sam­an. Rita ræddi við Newsnig­ht breska rík­is­út­varps­ins BBC í gær­kvöldi og sagði þar frá því að hún gæti aldrei gleymt „hroðal­eg­um hljóðunum, ofsa­hræðslunni og ótt­an­um“ í kjöl­far þess er Rúss­ar hófu árás sína.

„Landið þjá­ist. Ég veit hvernig land mitt er og ég veit hvernig það get­ur verið. Ég þekki feg­urð þess. Nú er öld­in önn­ur en það get­ur þó snúið aft­ur til sinn­ar fyrri feg­urðar. [...] Ég sé fyr­ir mér sum­arið, það verður hlýtt og það verður grænt. Þannig sé ég Úkraínu, tré prýdd lauf­skrúði og blóm­um, bros­andi and­lit og gleðitár á hvörm­um,“ sagði Rita meðal ann­ars í sam­tali sínu við Newsnig­ht.

BBC

The In­depend­ent

Ed­in­burgh Live

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert