„Engin önnur ákvörðun sem kemur til greina“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er stríð í Evr­ópu og við eins og aðrar þjóðir höf­um tekið ákvörðun um að standa með Úkraínu og það er eng­in önn­ur ákvörðun sem kem­ur til greina,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, er blaðamaður ræðir við hana um mót­töku flótta­manna frá Úkraínu nú þegar eitt ár er liðið frá því að inn­rás Rússa hófst.

Katrín ít­rek­ar mik­il­vægi þess að ekki sé nóg að taka ein­göngu á móti fólki held­ur skipt­ir líka máli hvernig það sé gert.

„Flest sem koma hingað eru ekk­ert endi­lega að stefna að dvelja hér lang­dvöl­um en svo get­ur teygst úr því og skipt­ir þá miklu máli að fólk geti tekið virk­an þátt í sam­fé­lag­inu sé virkt og geti nýtt tím­ann ým­ist til að vinna eða fara í nám.“

Tryggja að ís­lenska verði áfram notuð á öll­um sviðum

Í því sam­hengi nefn­ir Katrín ís­lensku­kennslu sem að henn­ar mati skipt­ir gríðarlega miklu máli.

„Við búum að því að við töl­um hér tungu­mál sem að mjög fá tala í heim­in­um. Þetta snýst auðvitað alls ekki bara um flótta­fólk þetta snýst um það hversu hátt hlut­fall íbúa á ís­landi eru af er­lendu bergi brot­in og þá auðvitað þurf­um við að fara að velta því fyr­ir okk­ur hvort að við ætl­um að leggja áherslu á það hvort að ís­lenska verði áfram töluð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins og eðli máls­ins sam­kvæmt er það flókið.“

Afstaða henn­ar er skýr: „Við þurf­um bara að leggja dá­lítið á okk­ur og horfa til annarra þjóða, til að ákveða hvernig við ætl­um að tryggja að ís­lenska verði áfram notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins.

En við þurf­um líka að vera meðvituð um að þetta skap­ar álag því verk­efnið er viður­hluta­mikið. Það er aug­ljós­lega annað verk­efni að kenna fjöl­breytt­um hóp með ólík­an upp­runa en að kenna mjög eins­leit­um hóp, svo eitt dæmi sé tekið. Við get­um heim­fært það upp á flest svið sam­fé­lags­ins.“

„Jafn mikl­ir Íslend­ing­ar og við hin“

Spurð hvort hún hafi áhyggj­ur af því að auk­inn fjöldi flótta­manna kunni að ýta und­ir for­dóma í sam­fé­lag­inu, seg­ir Katrín ekki úti­lokað að bak­slag geti orðið í þeim mál­um og eigi það jafnt við út­lend­inga sem og aðra minni­hluta­hópa.

„Það skipt­ir gríðarlegu máli að við stönd­um þannig að verki að þetta geti verið far­sæl þróun fyr­ir okk­ur öll. Það er mjög margt er­lent fólk sem kem­ur hingað að vinna. Mjög margt af því fólki íleng­ist og stofn­ar hér fjöl­skyldu og heim­ili og eru jafn mikl­ir Íslend­ing­ar og við hin.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert