Hættum ekki fyrr en morðingjunum verður refsað

Selenskí fyrr í vikunni.
Selenskí fyrr í vikunni. AFP/Genya Savilov

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, hrósaði þjóð sinni fyr­ir bar­áttuþrek henn­ar gegn Rúss­um síðastliðið ár og hét því að ná sigri, en í dag er eitt ár liðið frá því Rúss­ar réðust inn í landið.

„Helsta niðurstaðan er sú að við sýnd­um þraut­seigju. Við erum ósigruð. Og við mun­um gera allt til að ná sigri á þessu ári!“ sagði hann í yf­ir­lýs­ingu á sam­fé­lags­miðlum.

„Úkraína hef­ur veitt heim­in­um öll­um inn­blást­ur. Úkraína hef­ur sam­einað heim­inn,“ sagði hann.

For­set­inn hrósaði borg­um sem hafa orðið fyr­ir meint­um stríðsglæp­um Rússa, þar á meðal Bucha, Irp­in og Maríu­pol og sagði þær „höfuðborg­ir þeirra sem eru ósigraðir“.

„Við mun­um ekki linna lát­um fyrr en rúss­nesku morðingjarn­ir fá þá refs­ingu sem þeir eiga skilið.“

Pútín Rússlandsforseti.
Pútín Rúss­lands­for­seti. AFP/​Pavel Bednya­kov

Selenskí sagði einnig: „24. fe­brú­ar tóku millj­ón­ir okk­ar ákvörðun. Ekki um hvít­an fána  held­ur blán og gul­an. Ekki um að flýja, held­ur að horf­ast í augu við hlut­ina. Að horf­ast í augu við óvin­inn. Mótstaða og bar­átta,“ skrifaði Selenskí.

„Þetta var ár sárs­auka, sorg­ar, trú­ar og sam­stöðu. Og þetta er ár þar sem við höf­um verið ósigrandi.“

Varað hef­ur verið við því að Rúss­ar gætu verið að und­ir­búa árás í til­efni þess­ara tíma­móta.

Í nótt var til­kynnt um árás­ir í héruðunum Kra­amatorsk og Ker­son,

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti ít­rekaði í morg­un stuðning þjóðar sinn­ar við Úkraínu. „Al­menn­ing­ur í Úkraínu. Frakk­ar standa með ykk­ur. Til sam­stöðu. Til sig­urs. Til friðar,“ tísti for­set­inn á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert