Kínverjar hvetja til friðarviðræðna í nýjum tillögum sínum um hvernig skuli binda enda á stríðið í Úkraínu.
Tillögurnar eru í 12 liðum. Þar er hvatt til „pólitískra sátta“ vegna stríðsins.
Vesturlönd hafa undanfarið sakað Kínverja um að íhuga að senda Rússum vopn. Kínversk stjórnvöld hafa vísað því á bug.
Í tillögum Kínverja, sem voru birtar í tilefni þess að eitt ár er í dag liðið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu, eru tengdir aðilar hvattir til að „styðja Rússa og Úkraínu við að horfa í sömu átt og ná aftur beinu samtali eins fljótt og auðið er“.
Einnig kemur fram andstaða Kína, bæði við notkun kjarnorkuvopna og að hóta því að nota þau. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að beita kjarnorkuvopnum í deilunni.
Bandaríkin gagnrýndu tillögur Kínverja harðlega og sagði þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta að stríðinu „gæti lokið á morgun ef Rússar hætta árásunum sínum á Rússland og draga herlið sitt til baka“.
„Úkraína var ekki að ráðast á Rússland. NATO var ekki að ráðast á Rússland. Bandaríkin voru ekki að ráðast á Rússland,“ sagði ráðgjafinn Jake Sullivan við CNN.
„Rússar hafa nú þegar tapað stríðinu.“