Pútín „mistekist að ná einu einasta markmiði“

Ursula von der Leyen.
Ursula von der Leyen. AFP/Kenzo Tribouillard

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, seg­ir að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta hafi „mistek­ist að ná einu ein­asta mark­miði sínu“ eft­ir að hann réðst inn í Úkraínu.

„Einu ári frá upp­hafi þessa grimmi­lega stríðs hef­ur Pútín mistek­ist að ná einu ein­asta mark­miði sínu...Í stað þess að þurrka Úkraínu af landa­kort­inu, tekst hann á við þjóð sem er mun þrótt­meiri en hann sjálf­ur,“ sagði von der Leyen við blaðamenn í Tall­inn, höfuðborg Eist­lands.

Eitt ár er í dag liðið síðan rúss­nesk­ar her­sveit­ir réðust inn í Úkraínu. 

Pútín.
Pútín. AFP/​Mik­hail Metzel
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert