Tilbúnir að fara að landamærum Póllands

Dmitry Medvedev.
Dmitry Medvedev. AFP

Dimitrí Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, segir að Rússar muni sigra stríðið í Úkraínu og að þjóðin sé tilbúin að berjast alla leið að pólsku landamærunum gegn „ógnum“.

„Sigur mun nást,“ skrifaði Medvedev á Telegram. „Þess vegna er svo mikilvægt að ná öllum markmiðum sérstöku hernaðaraðgerðarinnar. Að ýta landamærum ógna gegn landinu okkar eins langt og mögulegt er, jafnvel að landamærum Póllands.“


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert