Verslunarmiðstöð rýmd í Uppsala

Lögreglan hefur lokað svæðinu í kringum Forumgallerian í Uppsala.
Lögreglan hefur lokað svæðinu í kringum Forumgallerian í Uppsala. mbl.is/Gunnlaugur

Lögregla hefur rýmt verslunarmiðstöð og nágrenni hennar í stórri lögregluaðgerð í borginni Uppsala í Svíþjóð. Samkvæmt sænskum miðlum virðist athygli lögreglunnar beinast að torgi við verslunarmiðstöðina.

Lögreglan hefur ekki gefið upp hvað aðgerð hennar snýst um, en starfsmönnum verslunarmiðstöðvarinnar Forumgallerian, sem er í miðbæ Uppsala, var gert að yfirgefa svæðið um klukkan 13:30 að staðartíma.

Enginn hefur verið handtekinn í aðgerðum lögreglunnar og engan sakar.

Blaðamaður mbl.is á staðnum segir greinilega um umfangsmikla lögregluaðgerð að ræða og að töluverður fjöldi lögreglumanna sé á svæðinu við Forum-torgið.

Lög­regl­an hef­ur lokað svæðið af og rýmt versl­un­ar­miðstöðina og nær­liggj­andi …
Lög­regl­an hef­ur lokað svæðið af og rýmt versl­un­ar­miðstöðina og nær­liggj­andi svæði. mbl.is/Gunnlaugur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert