Verslunarmiðstöð rýmd í Uppsala

Lögreglan hefur lokað svæðinu í kringum Forumgallerian í Uppsala.
Lögreglan hefur lokað svæðinu í kringum Forumgallerian í Uppsala. mbl.is/Gunnlaugur

Lög­regla hef­ur rýmt versl­un­ar­miðstöð og ná­grenni henn­ar í stórri lög­regluaðgerð í borg­inni Upp­sala í Svíþjóð. Sam­kvæmt sænsk­um miðlum virðist at­hygli lög­regl­unn­ar bein­ast að torgi við versl­un­ar­miðstöðina.

Lög­regl­an hef­ur ekki gefið upp hvað aðgerð henn­ar snýst um, en starfs­mönn­um versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar For­um­galler­i­an, sem er í miðbæ Upp­sala, var gert að yf­ir­gefa svæðið um klukk­an 13:30 að staðar­tíma.

Eng­inn hef­ur verið hand­tek­inn í aðgerðum lög­regl­unn­ar og eng­an sak­ar.

Blaðamaður mbl.is á staðnum seg­ir greini­lega um um­fangs­mikla lög­regluaðgerð að ræða og að tölu­verður fjöldi lög­reglu­manna sé á svæðinu við For­um-torgið.

Lög­regl­an hef­ur lokað svæðið af og rýmt versl­un­ar­miðstöðina og nær­liggj­andi …
Lög­regl­an hef­ur lokað svæðið af og rýmt versl­un­ar­miðstöðina og nær­liggj­andi svæði. mbl.is/​Gunn­laug­ur
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert