Weinstein hlaut 16 ára dóm

Harvey Weinstein árið 2020.
Harvey Weinstein árið 2020. AFP/Johannes Eisele

Kvik­mynda­fram­leiðand­inn fyrr­ver­andi, Har­vey Wein­stein hef­ur verið dæmd­ur í 16 ára fang­elsi fyr­ir að nauðga konu á hót­el­her­bergi í Bever­ly Hills í rík­inu Kali­forn­íu. Þar með aukast lík­urn­ar á því að hann muni eyða því sem eft­ir er lífs­ins á bak við lás og slá.

Nauðgun­in átti sér stað fyr­ir ára­tug síðan. Dóm­stóll í borg­inni Los Ang­eles fyr­ir­skipaði að Wein­stein skyldi afplána dóm­inn eft­ir að hann hef­ur afplánað 23 ára dóm sem hann hlaut fyr­ir önn­ur kyn­ferðis­brot í borg­inni New York.

Wein­stein, sem mætti í dómsal­inn í hjóla­stól, grátbað dóm­ar­ann um mis­kunn . „Ekki dæma mig í lífstíðarfang­elsi. Ég á það ekki skilið. Það er svo margt rangt við þetta mál,“ sagði hann.

Lög­menn Wein­steins ætla að áfrýja mál­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert