Jarðskjálfti upp á 6,1 við Japan

Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 reið yfir við Hokkaido-eyju í Japan.
Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 reið yfir við Hokkaido-eyju í Japan. Kort/USGS

Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 reið yfir við Hokkaido-eyju í Japan um hálf tvö á íslenskum tíma. 

Ekki var gefin út viðvörun vegna hættu á flóðbylgjum í kjölfarið, en skjálftinn fannst vel í borgunum Kushiro og Nemuro. 

Japanskir fjölmiðlar greina ekki frá stórtæku tjóni eða slysum. 

Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan hálf ellefu að kvöldi á staðartíma og mældist á 43 kílómetra dýpi. 

Stórir jarðskjálftar eru ekki óalgengir við Japan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert