Jarðskjálfti upp á 6,1 við Japan

Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 reið yfir við Hokkaido-eyju í Japan.
Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 reið yfir við Hokkaido-eyju í Japan. Kort/USGS

Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 reið yfir við Hokkaido-eyju í Jap­an um hálf tvö á ís­lensk­um tíma. 

Ekki var gef­in út viðvör­un vegna hættu á flóðbylgj­um í kjöl­farið, en skjálft­inn fannst vel í borg­un­um Kus­hiro og Nem­uro. 

Jap­ansk­ir fjöl­miðlar greina ekki frá stór­tæku tjóni eða slys­um. 

Jarðskjálft­inn reið yfir rétt fyr­ir klukk­an hálf ell­efu að kvöldi á staðar­tíma og mæld­ist á 43 kíló­metra dýpi. 

Stór­ir jarðskjálft­ar eru ekki óal­geng­ir við Jap­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert