Lík fyrirsætu fannst sundurskorið

Lögeglan lagði hald á kjötskera, rafmagnssög og fatnað á vettvangi. …
Lögeglan lagði hald á kjötskera, rafmagnssög og fatnað á vettvangi. Enn er leitað að fleiri líkamshlutum hennar. AFP

Fjórir hafa verið handteknir eftir að lík fyrirsætunnar og áhrifavaldsins Abby Choi fannst í þorpi í Hong Kong, en það hafði verið skorið í sundur.

Líkamsleifar Choi fundust í ísskáp í húsi í þorpinu Lung Mei, um 27 kílómetrum frá þeim stað þar sem síðast sást til hennar á þriðjudag.

Fyrrverandi eiginmaður hennar var handtekinn í dag er hann reyndi að flýja á báti. Foreldrar og eldri bróðir mannsins voru handtekin degi áður, að því er BBC greinir frá.

Lögðu hald á kjötskera og rafmagnssög

„Við teljum að fórnarlambið og fjölskylda fyrrverandi eiginmanns hennar hafi átt í miklum fjárhagsdeilum sem varða háar fjárhæðir,“ sagði lögreglustjórinn Alan Chung.

„Einhver var ósáttur við hvernig fórnarlambið fór með eignir sínar, sem varð að tilefni til að drepa.“

Lögeglan lagði hald á kjötskera, rafmagnssög og fatnað á vettvangi. Enn er leitað að fleiri líkamshlutum hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert