Lík fyrirsætu fannst sundurskorið

Lögeglan lagði hald á kjötskera, rafmagnssög og fatnað á vettvangi. …
Lögeglan lagði hald á kjötskera, rafmagnssög og fatnað á vettvangi. Enn er leitað að fleiri líkamshlutum hennar. AFP

Fjór­ir hafa verið hand­tekn­ir eft­ir að lík fyr­ir­sæt­unn­ar og áhrifa­valds­ins Abby Choi fannst í þorpi í Hong Kong, en það hafði verið skorið í sund­ur.

Lík­ams­leif­ar Choi fund­ust í ís­skáp í húsi í þorp­inu Lung Mei, um 27 kíló­metr­um frá þeim stað þar sem síðast sást til henn­ar á þriðju­dag.

Fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar var hand­tek­inn í dag er hann reyndi að flýja á báti. For­eldr­ar og eldri bróðir manns­ins voru hand­tek­in degi áður, að því er BBC grein­ir frá.

Lögðu hald á kjötskera og raf­magns­sög

„Við telj­um að fórn­ar­lambið og fjöl­skylda fyrr­ver­andi eig­in­manns henn­ar hafi átt í mikl­um fjár­hags­deil­um sem varða háar fjár­hæðir,“ sagði lög­reglu­stjór­inn Alan Chung.

„Ein­hver var ósátt­ur við hvernig fórn­ar­lambið fór með eign­ir sín­ar, sem varð að til­efni til að drepa.“

Lögegl­an lagði hald á kjötskera, raf­magns­sög og fatnað á vett­vangi. Enn er leitað að fleiri lík­ams­hlut­um henn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert