Selenskí vill hitta Xi Jinping

Ekki hafa þó borist viðbrögð Kínverja við þeirri hugmynd, en …
Ekki hafa þó borist viðbrögð Kínverja við þeirri hugmynd, en Selenskí virtist staðfastur í orðræðu sinn. Samsett mynd

For­seti Úkraínu, Vlodimír Selenskí, hef­ur kallað eft­ir fundi með for­seta Kína, Xi Jin­ping, þar sem hann vill ræða friðar­til­lög­ur Kín­verja. 

Ekki hafa þó borist viðbrögð Kín­verja við þeirri hug­mynd, en Selenskí virt­ist staðfast­ur í orðræðu sinni, þar sem hann hélt því fram að hann ætli sér að hitta for­seta Kína og seg­ir það mik­il­vægt fyr­ir alþjóðaör­yggi. 

Þá kvaðst hann vona inni­lega að Kín­verj­ar hafi ekki í hyggju að leggja Rúss­um lið með því að út­vega þeim vopn. 

Kín­verj­ar lögðu í gær fram til­lög­ur að friðarlausn­um í tólf liðum, og hvatti Rússa og Úkraínu­menn til að leita sátta og binda endi á stríðið, en í gær var heilt ár liðið frá inn­rás Rússa í Úkraínu. 

Þess má geta að í til­lög­un­um er hvergi lagt til að Rúss­ar dragi herlið sitt til baka frá Úkraínu. 

Ut­an­rík­is­ráðherra Kína heim­sótti Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands, fyr­ir ör­fá­um dög­um og var þá haft eft­ir ráðherr­an­um, að Kína hafi hug á að auka traust og sam­vinnu ríkj­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert