Selenskí vill hitta Xi Jinping

Ekki hafa þó borist viðbrögð Kínverja við þeirri hugmynd, en …
Ekki hafa þó borist viðbrögð Kínverja við þeirri hugmynd, en Selenskí virtist staðfastur í orðræðu sinn. Samsett mynd

Forseti Úkraínu, Vlodimír Selenskí, hefur kallað eftir fundi með forseta Kína, Xi Jinping, þar sem hann vill ræða friðartillögur Kínverja. 

Ekki hafa þó borist viðbrögð Kínverja við þeirri hugmynd, en Selenskí virtist staðfastur í orðræðu sinni, þar sem hann hélt því fram að hann ætli sér að hitta forseta Kína og segir það mikilvægt fyrir alþjóðaöryggi. 

Þá kvaðst hann vona innilega að Kínverjar hafi ekki í hyggju að leggja Rússum lið með því að útvega þeim vopn. 

Kínverjar lögðu í gær fram tillögur að friðarlausnum í tólf liðum, og hvatti Rússa og Úkraínumenn til að leita sátta og binda endi á stríðið, en í gær var heilt ár liðið frá innrás Rússa í Úkraínu. 

Þess má geta að í tillögunum er hvergi lagt til að Rússar dragi herlið sitt til baka frá Úkraínu. 

Utanríkisráðherra Kína heimsótti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir örfáum dögum og var þá haft eftir ráðherranum, að Kína hafi hug á að auka traust og samvinnu ríkjanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka