Ýja að forsetaframboði

Jill og Joe Biden, foretahjón Bandaríkjanna.
Jill og Joe Biden, foretahjón Bandaríkjanna. AFP/Nicolas Asfouri

Joe og Jill Biden, for­seta­hjón Banda­ríkj­anna, ýjuðu að því að Joe Biden ætli að bjóða sig aft­ur fram til for­seta. Næstu for­seta­kosn­ing­ar verða í nóv­em­ber á næsta ári. 

„Áform mín frá upp­hafi hafa verið að bjóða mig aft­ur fram. En það er margt annað sem við þurf­um að klára á þessu kjör­tíma­bili áður en ég get hafið kosn­inga­bar­áttu,“ sagði Biden í viðtali á ABC News.

Biden er átt­ræður og þar með elsti starf­andi for­seti í sögu Banda­ríkj­anna. Marg­ir hafa velt fyr­ir sér aldri for­set­ans, allt frá því hann hóf kosn­inga­bar­áttu sína árið 2020. 

Spurður hvort að ald­ur hans hefði áhrif á ákvörðun­ina að bjóða sig aft­ur fram svaraði Biden neit­andi. 

„En það er skilj­an­legt að fólk velti aldri mín­um fyr­ir sér. Það er al­gjör­lega skilj­an­legt. Það eina sem ég get sagt er, fylg­ist með mér,“ sagði Biden en hann yrði 86 ára að for­setatíð sinni lok­inni ef hann verður end­ur­kjör­inn. 

Hvar og hvenær 

Jill Biden for­setafrú er nú stödd í Kenýa og í viðtali við AP-frétta­veit­una sagði hún að það eina sem ætti eft­ir væri að ákvæða væri hvenær og hvar eig­inmaður henn­ar myndi til­kynna fram­boðið.

„Hann er ekki bú­inn. Hann hef­ur ekki lokið því sem hann byrjaði á og það er það sem skipt­ir mál,“ sagði hún.  

Þó nokkr­ir hafa til­kynnt for­setafram­boð sitt. Þar á meðal Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, Nikki Haley, fyrr­ver­andi rík­is­stjóri Suður-Karólínu og Vi­vek Ramaswamy tækni­frum­kvöðull. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert