126 þúsund manns án rafmagns í Kaliforníu

Mikið snjóar í fjöllum.
Mikið snjóar í fjöllum. AFP/Mario Tama/Getty Images

Um 126 þúsund manns í Kaliforníuríki Bandaríkjanna býr nú við rafmagnsleysi vegna storms. Þá hefur vegum og ströndum verið lokað vegna flóða. 

Íbúar í Los Angeles hafa orðið einna verst úti er kemur að rafmagnsleysinu vegna mikils vinds og rigninga. Þá snjóar mikið í fjöllum Suður-Karólínu. 

Vegur fellur í Santa Clara ánna.
Vegur fellur í Santa Clara ánna. AFP/Allison

ABC News greinir frá því að í gærmorgun hafi um 30 milljónir Bandaríkjamanna búið við veðurviðvaranir. 

Í dag mun stormurinn færast í norðaustur átt að ríkjunum Oklahoma, Texas og Kansas. Þar er hætta á hvirfilbyljum. 

Ströndum hefur verið lokað vegna flóða.
Ströndum hefur verið lokað vegna flóða. AFP/Patrick T. Fallon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert