126 þúsund manns án rafmagns í Kaliforníu

Mikið snjóar í fjöllum.
Mikið snjóar í fjöllum. AFP/Mario Tama/Getty Images

Um 126 þúsund manns í Kali­forn­íu­ríki Banda­ríkj­anna býr nú við raf­magns­leysi vegna storms. Þá hef­ur veg­um og strönd­um verið lokað vegna flóða. 

Íbúar í Los Ang­eles hafa orðið einna verst úti er kem­ur að raf­magns­leys­inu vegna mik­ils vinds og rign­inga. Þá snjó­ar mikið í fjöll­um Suður-Karólínu. 

Vegur fellur í Santa Clara ánna.
Veg­ur fell­ur í Santa Cl­ara ánna. AFP/​All­i­son

ABC News grein­ir frá því að í gær­morg­un hafi um 30 millj­ón­ir Banda­ríkja­manna búið við veðurviðvar­an­ir. 

Í dag mun storm­ur­inn fær­ast í norðaust­ur átt að ríkj­un­um Okla­homa, Texas og Kans­as. Þar er hætta á hvirfil­bylj­um. 

Ströndum hefur verið lokað vegna flóða.
Strönd­um hef­ur verið lokað vegna flóða. AFP/​Pat­rick T. Fallon
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert