40 drukknuðu þegar bát hvolfdi við strendur Ítalíu

00:00
00:00

Um 80 flótta­menn voru um borð í bát sem hvolfdi við strend­ur bæj­ar­ins Crot­one í suður­hluta Ítal­íu. Þar af er talið að um 40 hafi drukknað, en 28 lík hafa komið í leit­irn­ar.

Leit stend­ur enn yfir, en skil­yrði eru erfið þar sem öldu­gang­ur er mik­ill. Tek­ist hef­ur að bjarga lífi 40 flótta­manna sem voru í bátn­um. 

Frétta­stof­an AGI hef­ur eft­ir björg­un­ar­manni að nokk­urra mánaða barn sé meðal lát­inna. 

Talið er að skip flótta­mann­anna hafi verið of­hlaðið og farið í sund­ur vegna öldu­gangs­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert