Eldur kviknaði í þremur timburhúsum í miðbæ Kragerø í Noregi í gærkvöldi, og stóðu þau í ljósum logum fram undir morgun.
Á áttunda tug slökkviliðsmanna voru kallaðir til og lengi var talin hætta á að eldurinn gæti breiðst út til nærliggjandi húsa. Þeirri hættu hefur nú verið afstýrt, þótt enn rjúki úr glóðunum, að því er fram kemur í frétt NRK.
Bærinn Kragerø er í Vestfoldar og Þelamerkurfylki. Í bænum standa þétt, mörg sögufræg og vernduð hús og óttuðust margir örlög þeirra.
Í bænum búa um 50 manns, og var þeim öllum gert að yfirgefa heimili sín. Sett var upp fjöldahjálparstöð í íþróttahúsi bæjarins þar sem flestir hafast við.
Upptök eldsins er talið að megi rekja til elds sem kviknaði í verslun á jarðhæð friðaðrar byggingar.