Bæjarbúum gert að rýma heimili sín vegna eldsvoða

Norski bærinn Kragerø.
Norski bærinn Kragerø. Ljósmynd/eutrophication&hypoxia

Eld­ur kviknaði í þrem­ur timb­ur­hús­um í miðbæ Kra­gerø í Nor­egi í gær­kvöldi, og stóðu þau í ljós­um log­um fram und­ir morg­un.

Á átt­unda tug slökkviliðsmanna voru kallaðir til og lengi var tal­in hætta á að eld­ur­inn gæti breiðst út til nær­liggj­andi húsa. Þeirri hættu hef­ur nú verið af­stýrt, þótt enn rjúki úr glóðunum, að því er fram kem­ur í frétt NRK

Haf­ast við í fjölda­hjálp­ar­stöð

Bær­inn Kra­gerø er í Vest­fold­ar og Þela­merk­ur­fylki. Í bæn­um standa þétt, mörg sögu­fræg og vernduð hús og óttuðust marg­ir ör­lög þeirra. 

Í bæn­um búa um 50 manns, og var þeim öll­um gert að yf­ir­gefa heim­ili sín. Sett var upp fjölda­hjálp­ar­stöð í íþrótta­húsi bæj­ar­ins þar sem flest­ir haf­ast við. 

Upp­tök elds­ins er talið að megi rekja til elds sem kviknaði í versl­un á jarðhæð friðaðrar bygg­ing­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert