Fimm létust er sjúkraflugvél brotlenti í Nevada-ríki í Bandaríkjunum á föstudagskvöld.
ABC News greinir frá því að vélin brotlenti um 70 kílómetra frá borginni Reno og að allir fimm farþegar flugvélarinnar hafi látist. Þar á meðal var flugmaður, hjúkrunarfræðingur, sjúkraflutningamaður, sjúklingur og aðstandandi sjúklingsins.
Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu Care Flight, sem annaðist sjúkraflugvélina, sagði að verið væri að tilkynna fjölskyldum hinna látnu frá slysinu.
Verið er að rannsaka orsök slyssins en vélin brotlenti í fjallendi.