Gíslinn látinn laus á Papúa Nýju-Gíneu

Prófessorinn Bryce Barker er fyrir miðju myndar.
Prófessorinn Bryce Barker er fyrir miðju myndar. AFP

Nýsjálenskur fornleifafræðingur og tveir samstarfsmenn hans hafa verið látnir lausir úr gíslingu á Papúa Nýju-Gíneu.

Tæp vika er síðan vopnaðir menn tóku hóp fólks í gíslingu sem voru að rann­saka af­skekkta staði á há­lendi eyj­unn­ar.

BBC greinir frá því að hópurinn var látinn laus úr haldi á fimmtudag, en þar á meðal var prófessorinn Bryce Barker sem kennir við ástralskan háskóla. 

Meðal þeirra sem aðstoðuðu Barker við rannsókn hans og voru teknar í gíslingu voru Jemina Haro, Teppsy Beni og Cathy Alex.

Ræningjarnir höfðu krafist tæplega milljón dollara í lausnargjald, eða um 145 milljónir króna, en fólkinu var sleppt án þess að gjaldið var greitt. 

James Marape, forsætisráðherra Papúa Nýju-Gíneu, sagði að gíslinn hafi verið látin laus með „leynilegum aðgerðum“. 

Þá bað hann fjölskyldur gíslanna afsökunar á gíslingunni og sagði að glæpamenn högnuðust ekki af glæpum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert