Hætta að birta Dilbert eftir rasísk ummæli höfundar

Sögur um Dilbert komu fyrst út árið 1989.
Sögur um Dilbert komu fyrst út árið 1989.

Fjöldi banda­rískra dag­blaða ætla að hætta að birta Dil­bert teikni­mynda­sög­urn­ar eft­ir Scott Adams eft­ir að Adams birti mynd­skeið af sjálf­um sér þar sem hann seg­ir svart fólk vera „hat­urs­hóp“. 

Adams gerði garðinn fræg­an á tí­unda ára­tugn­um með sög­un­um af Dil­bert, en mynda­sög­urn­ar voru meðal ann­ars birt­ar í Morg­un­blaðinu til árs­ins 2008. 

Scott Adams er höfundur teiknimyndasagnanna um Dilbert.
Scott Adams er höf­und­ur teikni­mynda­sagn­anna um Dil­bert.

„Þetta er hat­urs­hóp­ur og ég vil ekki hafa neitt með hann að gera,“ sagði Adams í mynd­skeiðinu sem hann birti á miðviku­dag. 

„Miðað við hvernig hlut­irn­ir eru að þró­ast, þá eru bestu ráðin sem ég get gefið hvítu fólki er að halda sig fjarri svörtu fólki.“

Fjöl­miðlasam­steyp­an USA Today, sem gef­ur út fjölda dag­blaða í Banda­ríkj­un­um, sagði í yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag að teikni­mynda­sög­urn­ar um Dil­bert yrðu ekki leng­ur birt­ar í blöðum fyr­ir­tæk­is­ins vegna um­mæla Adams. 

Fjöldi annarra út­gáfu­fyr­ir­tækja hafa gefið út svipaðar yf­ir­lýs­ing­ar, meðal ann­ars Washingt­on Post. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert