Fjöldi bandarískra dagblaða ætla að hætta að birta Dilbert teiknimyndasögurnar eftir Scott Adams eftir að Adams birti myndskeið af sjálfum sér þar sem hann segir svart fólk vera „haturshóp“.
Adams gerði garðinn frægan á tíunda áratugnum með sögunum af Dilbert, en myndasögurnar voru meðal annars birtar í Morgunblaðinu til ársins 2008.
„Þetta er haturshópur og ég vil ekki hafa neitt með hann að gera,“ sagði Adams í myndskeiðinu sem hann birti á miðvikudag.
„Miðað við hvernig hlutirnir eru að þróast, þá eru bestu ráðin sem ég get gefið hvítu fólki er að halda sig fjarri svörtu fólki.“
Fjölmiðlasamsteypan USA Today, sem gefur út fjölda dagblaða í Bandaríkjunum, sagði í yfirlýsingu á föstudag að teiknimyndasögurnar um Dilbert yrðu ekki lengur birtar í blöðum fyrirtækisins vegna ummæla Adams.
Fjöldi annarra útgáfufyrirtækja hafa gefið út svipaðar yfirlýsingar, meðal annars Washington Post.