Málamiðlun ekki í sjónmáli

Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði.
Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði. mbl.is/Árni Sæberg

Eng­ar hug­mynd­ir um mála­miðlan­ir hafa komið fram sem auka lík­ur á friðarviðræðum mili Rúss­lands og Úkraínu. Þetta seg­ir Val­ur Ingi­mund­ar­son, pró­fess­or í sagn­fræði við Há­skóla Íslands, en ár er nú liðið frá inn­rás Rússa. 

„Ekk­ert bend­ir til þess að Rúss­ar ætli að láta af hernaði sín­um í Úkraínu eða draga herlið sitt til baka. Pútín dreg­ur upp þá mynd að hér sé um að ræða til­vist­ar­stríð við Vest­ur­lönd, en á sama tíma held­ur hann því fram – með rök­um sem sverja sig í ætt við ný-ný­lendu­stefnu – að Rússlandi geti gert til­kall til Úkraínu af sögu­leg­um ástæðum. Úkraínu­menn hafa sagst ætla að end­ur­heimta öll landsvæði sem Rúss­ar hafa lagt und­ir sig, þar á meðal Krímskaga. Og Rúss­ar vilja halda öll­um þeim svæðum sem þeir hafa „inn­limað“ og jafn­vel fleir­um,“ seg­ir Val­ur.

Hann bend­ir á, að Henry Kissin­ger, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, sem var á móti því að Úkraína fengi aðild að NATO áður en inn­rás­in hófst, hafi skipt um skoðun í ljósi þess að landið þurfi á ein­hvers kon­ar ör­ygg­is­trygg­ingu að halda eft­ir að stríðinu lýk­ur. Hann hafi lagt til að vopna­hlé verði samið á grund­velli stöðunn­ar eins og hún var fyr­ir inn­rás Rússa, sem þyrfti þó ekki að vera for­senda fyr­ir friðarsamn­ing­um.

Skipt­ar skoðanir

„En á Vest­ur­lönd­um eru skoðanir skipt­ar; þótt mikið sé rætt um að Úkraínu­menn „verði að vinna stríðið“ túlka sum­ir það svo að Úkraínu­menn kom­ist ekki hjá því að gefa eft­ir land, einkum Krímskaga. Aðrir telja hins veg­ar að það eigi að senda Rúss­um skýr skila­boð um að vest­ræn ríki séu reiðubú­in að styða Úkraínu­menn svo lengi sem þeir þurfa á aðstoð að halda. Ef vest­ræn­ir ráðamenn neyða Úkraínu­menn til að hefja friðarviðræður mundu Rúss­ar setja fram há­marks­kröf­ur og gera aðeins til­slak­an­ir til mála­mynda áður en þeir héldu hernaðinum áfram síðar.“

​Herprestur biður fyrir úkraínskum hermönnum í Donetsk í vikunni.
​Her­prest­ur biður fyr­ir úkraínsk­um her­mönn­um í Do­netsk í vik­unni. AFP/​Ya­suyos­hi Chiba ​


Að áliti Vals end­ur­spegl­ar þessi skoðanamun­ur ólík­ar áhersl­ur meðal vest­rænna ríkja varðandi Úkraínu­stríðið. Þjóðir eins og Þjóðverj­ar og Frakk­ar hafi veitt Úkraínu hlut­falls­lega minni hernaðarstuðning en Banda­ríkja­menn, Bret­ar, Pól­verj­ar og Eystra­saltsþjóðirn­ar. Þrátt fyr­ir það hafi vest­ræn samstaða haldið – og ástæðan kunni að vera að sú að svig­rúm hafi verið gefið fyr­ir rök­ræður um álita­mál eins og vopna­send­ing­ar. „Banda­ríkja­menn og aðrar vest­ræn­ar þjóðir eru vita­skuld einnig meðvitaðar um stöðu Rúss­lands sem kjarn­orku­veld­is.“

Nán­ar er rætt við Val um stríðið í Úkraínu í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.  

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert