Réttað yfir lögmanninum sem er sakaður um morð

Alex Murdaugh.
Alex Murdaugh. AFP/Hampton County Detention Center

Fjöl­miðlar vest­an­hafs fylgj­ast nú grannt með rétt­ar­höld­um yfir lög­mann­in­um Alex Mur­daugh, sem ákærður er fyr­ir morðin á eig­in­konu sinni og syni. 

BBC grein­ir frá því að Mur­daugh-fjöl­skyld­an hafi verið mjög valda­mik­il í Suður-Karólínu í Banda­ríkj­un­um og átti eina stærstu og virt­ustu lög­manns­stofu í suður­hluta rík­is­ins. Þá hafa þrjár kyn­slóðir Mur­daugh-manna gengt embætti sak­sókn­ara. 

„Við þekkt­um þau öll. Þau höfðu völd. Og þau tóku þau of langt,“ sagði þjón­ustu­stúlka í bæn­um Hampt­on, þar sem lög­manns­skrif­stofa fjöl­skyld­unn­ar er, en hún vildi ekki láta til nafns síns getið. 

Dul­ar­fullt og flókið mál

Rétt­ar­höld­in yfir Mur­daugh hafa staðið yfir í fimm vik­ur, en í liðinni viku bar hann sjálf­ur vitni. 

Skýrslu­tök­ur yfir Mur­daugh tóku nærri tíu klukku­stund­ir og játaði hann þar að hafa logið að lög­regl­unni við rann­sókn máls­ins. Hann neit­ar því þó staðfast­lega að hafa myrt eig­in­konu sína, Maggie, og son sinn, Paul, í júní árið 2021. Mur­daugh var hand­tek­inn fyr­ir morðin tæp­lega ári eft­ir að þau áttu sér stað.

Sak­sókn­ar­ar vilja meina að hann hafi framið morðin til að hylma yfir um­fangs­mik­inn fjár­drátt hans.

Hann er einnig ákærður fyr­ir um 100 brot sem tengj­ast fjár­drætti en Mur­daugh játaði fyr­ir dóm­in­um með tár­vot augu að hann hafi stolið millj­ón­um doll­ara til þess að fjár­magna verkjalyfjafíkn sína. Mur­daugh sagðist sjá eft­ir svik­un­um en að hann hefði ekki haft val. Hann viður­kenndi að á ár­inu 2019 hafi hann stolið um 3,7 millj­ón doll­ur­um, eða um 540 millj­ón­um króna. 

Þá hef­ur Mur­daugh einnig stundað trygg­ing­ar­s­vindl, meðal ann­ars vegna and­láts ráðskonu fjöl­skyld­unn­ar sem lést á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar árið 2018. Fjöl­skylda kon­unn­ar fékk ekki krónu af líf­trygg­ing­unni held­ur fór pen­ing­ur­inn all­ur í vasa Mur­daugh. 

Ótal hlaðvörp hafa verið gerð um mál Mur­daugh fjöl­skyld­unn­ar og þá hafa Net­flix og HBO Max einnig búið til heim­ild­ar­mynd­ir um málið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert