Segir NATO nú þegar þátttakanda í stríðinu

Forseti Rússlands, Vladimír Pútín.
Forseti Rússlands, Vladimír Pútín. AFP

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, hélt því fram í viðtali við rík­is­sjón­varp Rúss­lands, að aðild­ar­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins, NATO, væru nú þegar að taka þátt í stríðinu í Úkraínu með því að gefa Úkraínu­mönn­um vopn. 

 „Þau eru að senda fleiri millj­arða Banda­ríkja­dala til Úkraínu í formi vopna. Það er ekk­ert annað en þátt­taka.“

Fjöl­skylda hinna siðmenntuðu

Þá væri það ætl­un vest­ur­land­annna að sundra Rússlandi. Sagði hann ljóst að Vest­ur­lönd­in hefðu ein­ung­is áhuga á að mynda tengsl við Rússa, ef búið væri að sundra þeim upp í fleiri litl­ar ein­ing­ar. „Aðeins þá munu þau mögu­lega samþykkja okk­ur inn í hina svo­kölluðu fjöl­skyldu siðmenntaðs fólks.“

Pútín sagði ljóst að það sem Rúss­ar stæðu frammi fyr­ir væri bar­átta við heim sem væri að mót­ast eft­ir hags­mun­um eins rík­is, Banda­ríkj­anna. Hann teldi Rúss­um skylt að bregðast við þess­um til­raun­um Banda­ríkj­anna til að byggja upp sína eig­in heims­mynd eft­ir fall Sov­ét-ríkj­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert