Stærsta fangelsi Norður- og Suður-Ameríku

Alls geta 40 þúsund fangar dvalið í fangelsinu á einum …
Alls geta 40 þúsund fangar dvalið í fangelsinu á einum tíma. AFP/Salvadorean Presidency

Yf­ir­völd í El Sal­vador fluttu um tvö þúsund fanga í nýtt fang­elsi í rík­inu á föstu­dag. Alls geta 40 þúsund fang­ar dvalið í fang­els­inu í einu.

Fang­elsið var byggt í ljósi „stríðs“ Nayib Bu­kele for­seta gegn glæp­um. Hann seg­ir fang­elsið vera stærsta af sinni gerð í bæði Norður- og Suður-Am­er­íku. 

Fangelsið samanstendur af átta byggingum.
Fang­elsið sam­an­stend­ur af átta bygg­ing­um. AFP/​Sal­vador­e­an Presi­dency

„Þetta verður nýja heim­ilið þeirra, þar sem þeir munu dvelja í ára­tugi, all­ir sam­an, ófær­ir um að skaða þjóðina frek­ar,“ tísti Bu­kele. 

Gusta­vo Villatoro dóms­málaráðherra sagði í tísti að verið væri að út­rýma „þessu krabba­meini“ úr sam­fé­lag­inu. 

Einn fer­metri á hvern fanga 

Fang­elsið er um 74 kíló­metr­um frá höfuðborg­inni San Sal­vador og sam­an­stend­ur af átta bygg­ing­um. Í hverri og einni bygg­ingu eru um 32 fanga­klef­ar sem eru um 100 fer­metr­ar hver. Í hverj­um klefa verða um 100 fang­ar.

Um tvö þúsund fangar hafa þegar verið fluttir í fangelsið.
Um tvö þúsund fang­ar hafa þegar verið flutt­ir í fang­elsið. AFP/​Sal­vador­e­an Presi­dency

Þá eru tveir vask­ar og tvö kló­sett í hverj­um klefa og ein­ung­is 80 rúm­grind­ur, eng­ar dýn­ur verða í boði fyr­ir fang­anna.  

Mann­rétt­inda­sam­tök hafa gagn­rýnt fang­elsið fyr­ir ómannúðleg­ar aðstæður. 

Í fang­els­inu eru þó mat­sal­ir, her­bergi til lík­ams­rækt­ar og borðtenn­is­borð, en sú afþrey­ing er ein­ung­is í boði fyr­ir fanga­verði. 

Fang­ar fá ein­ung­is að yf­ir­gefa fanga­klef­ana til þess að fylgj­ast með rétt­ar­höld­um sín­um í fjar­fund­ar­búnaði, eða til þess að sæta ein­angr­un. 

Um 63 þúsund liðsmenn glæpa­sam­taka hafa verið hand­tekn­ir eft­ir að for­set­inn lýsti yfir stríðinu fyr­ir nokkr­um mánuðum. 

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt fangelsið fyrir ómannúðlegar aðstæður.
Mann­rétt­inda­sam­tök hafa gagn­rýnt fang­elsið fyr­ir ómannúðleg­ar aðstæður. AFP/​Sal­vador­e­an Presi­dency
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert