Stærsta fangelsi Norður- og Suður-Ameríku

Alls geta 40 þúsund fangar dvalið í fangelsinu á einum …
Alls geta 40 þúsund fangar dvalið í fangelsinu á einum tíma. AFP/Salvadorean Presidency

Yfirvöld í El Salvador fluttu um tvö þúsund fanga í nýtt fangelsi í ríkinu á föstudag. Alls geta 40 þúsund fangar dvalið í fangelsinu í einu.

Fangelsið var byggt í ljósi „stríðs“ Nayib Bukele forseta gegn glæpum. Hann segir fangelsið vera stærsta af sinni gerð í bæði Norður- og Suður-Ameríku. 

Fangelsið samanstendur af átta byggingum.
Fangelsið samanstendur af átta byggingum. AFP/Salvadorean Presidency

„Þetta verður nýja heimilið þeirra, þar sem þeir munu dvelja í áratugi, allir saman, ófærir um að skaða þjóðina frekar,“ tísti Bukele. 

Gustavo Villatoro dómsmálaráðherra sagði í tísti að verið væri að útrýma „þessu krabbameini“ úr samfélaginu. 

Einn fermetri á hvern fanga 

Fangelsið er um 74 kílómetrum frá höfuðborginni San Salvador og samanstendur af átta byggingum. Í hverri og einni byggingu eru um 32 fangaklefar sem eru um 100 fermetrar hver. Í hverjum klefa verða um 100 fangar.

Um tvö þúsund fangar hafa þegar verið fluttir í fangelsið.
Um tvö þúsund fangar hafa þegar verið fluttir í fangelsið. AFP/Salvadorean Presidency

Þá eru tveir vaskar og tvö klósett í hverjum klefa og einungis 80 rúmgrindur, engar dýnur verða í boði fyrir fanganna.  

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt fangelsið fyrir ómannúðlegar aðstæður. 

Í fangelsinu eru þó matsalir, herbergi til líkamsræktar og borðtennisborð, en sú afþreying er einungis í boði fyrir fangaverði. 

Fangar fá einungis að yfirgefa fangaklefana til þess að fylgjast með réttarhöldum sínum í fjarfundarbúnaði, eða til þess að sæta einangrun. 

Um 63 þúsund liðsmenn glæpasamtaka hafa verið handteknir eftir að forsetinn lýsti yfir stríðinu fyrir nokkrum mánuðum. 

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt fangelsið fyrir ómannúðlegar aðstæður.
Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt fangelsið fyrir ómannúðlegar aðstæður. AFP/Salvadorean Presidency
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert