Ákærð í tengslum við morðið á Abby Choi

Fólk fylgist agndofa með fréttaflutningi af morðinu á Abby Choi …
Fólk fylgist agndofa með fréttaflutningi af morðinu á Abby Choi í Hong Kong. AFP

Fyrr­ver­andi eig­inmaður fyr­ir­sæt­unn­ar Abby Choi og fjöl­skylda hans hafa verið ákærð í tengsl­um við morðið á henni.

Málið hef­ur vakið mik­inn óhug í Hong Kong en lík Choi fannst sund­ur­skorið eft­ir að lög­regl­an hafði lýst eft­ir henni á þriðju­dag­inn í síðustu viku.

Alex Kwong, fyrr­ver­andi eig­inmaður Choi, bróðir hans Ant­hony og faðir þeirra hafa all­ir verið ákærðir í tengsl­um við morðið. Þá var móðir þeirra einnig ákærð fyr­ir að hindra fram­gang máls­ins. 

Í um­fjöll­un BBC kem­ur fram að Alex Kwong hafi verið hand­tek­inn er hann var að flýja Hong Kong á hraðbát á laug­ar­dag­inn. Dag­inn áður hafði fjöl­skylda hans verið hneppt í varðhald.

Lík­ams­leif­ar Choi fund­ust í ís­skáp í húsi í þorp­inu Lung Mei, um 27 kíló­metr­um frá þeim stað þar sem síðast sást til henn­ar á þriðju­dag. Lögegl­an lagði hald á kjötskera, raf­magns­sög og fatnað á vett­vangi.

Fyrr­ver­andi tengda­fjöl­skylda Choi er sögð hafa staðið í deil­um við hana út af fjár­mál­um. 

Choi og Alex Kwong áttu tvö börn sam­an. Þá átti Choi tvö börn með Chris Tam sem hún var í sam­bandi með.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert