Ákærð í tengslum við morðið á Abby Choi

Fólk fylgist agndofa með fréttaflutningi af morðinu á Abby Choi …
Fólk fylgist agndofa með fréttaflutningi af morðinu á Abby Choi í Hong Kong. AFP

Fyrrverandi eiginmaður fyrirsætunnar Abby Choi og fjölskylda hans hafa verið ákærð í tengslum við morðið á henni.

Málið hefur vakið mikinn óhug í Hong Kong en lík Choi fannst sundurskorið eftir að lögreglan hafði lýst eftir henni á þriðjudaginn í síðustu viku.

Alex Kwong, fyrrverandi eiginmaður Choi, bróðir hans Anthony og faðir þeirra hafa allir verið ákærðir í tengslum við morðið. Þá var móðir þeirra einnig ákærð fyrir að hindra framgang málsins. 

Í umfjöllun BBC kemur fram að Alex Kwong hafi verið handtekinn er hann var að flýja Hong Kong á hraðbát á laugardaginn. Daginn áður hafði fjölskylda hans verið hneppt í varðhald.

Lík­ams­leif­ar Choi fund­ust í ís­skáp í húsi í þorp­inu Lung Mei, um 27 kíló­metr­um frá þeim stað þar sem síðast sást til henn­ar á þriðju­dag. Lögegl­an lagði hald á kjötskera, raf­magns­sög og fatnað á vett­vangi.

Fyrrverandi tengdafjölskylda Choi er sögð hafa staðið í deilum við hana út af fjármálum. 

Choi og Alex Kwong áttu tvö börn saman. Þá átti Choi tvö börn með Chris Tam sem hún var í sambandi með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert