Beitti eiginkonu sína ofbeldi í beinni á TikTok

Maðurinn beitti konu sína ofbeldi í beinni útsendingu á TikTok.
Maðurinn beitti konu sína ofbeldi í beinni útsendingu á TikTok. AFP

Spænsk­ur karl­maður hef­ur verið dæmd­ur í eins árs fang­elsi fyr­ir að beita eig­in­konu sína of­beldi í beinni út­send­ingu á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok.

Eig­in­kon­an neitaði að leggja fram kæru vegna máls­ins og bar ekki vitni fyr­ir dómi. Fyr­ir dómi var maður­inn tal­inn hafa gerst sek­ur um of­beld­is­brot gegn konu sinni og var lát­inn sæta eins árs fang­elsi eins og áður sagði. Þá var hann lát­inn sæta nálg­un­ar­banni.

Áður skipt sér af mann­in­um

Málið má rekja til þess þegar maður­inn sló kon­una sína í and­litið í svo­kölluðum „TikT­ok bar­daga“ (e. TikT­ok battle). Mynd­bandið fór í dreif­ingu á Spáni og leiddi það til þess að maður­inn var ákærður.

Fyr­ir dómi lá það fyr­ir að lög­regl­an hafði áður haft af­skipti af mann­in­um á heim­ili hans og kon­unn­ar og var það talið sanna langvar­andi of­beldi manns­ins gegn kon­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert