Einn fórst í drónaárás Rússa

Rússar réðust árla morguns á úkraínsku borgina Khmelnytskyi með írönskum …
Rússar réðust árla morguns á úkraínsku borgina Khmelnytskyi með írönskum drónum. AFP

Rúss­ar réðust árla morg­uns á úkraínsku borg­ina Kh­melnyt­skyi með ír­önsk­um drón­um. Einn fórst og fjór­ir særðust í árás­inni.

„Á þess­ari stundu vit­um við af ein­um sem lést og fjór­um sem særðust,“ seg­ir Oleks­andr Symc­hys­hyn, borg­ar­stjóri Kh­melnyt­skyi.

Sá látni var slökkviliðsmaður sem var á vakt þegar Rúss­ar gerðu árás á borg­ina. Úkraínski her­inn hef­ur til­kynnt að þeim tókst að eyðileggja 11 af 14 drón­um Rússa. Níu þeirra voru skotn­ir niður rétt fyr­ir utan borg­ar­mörk Kænug­arðs, höfuðborg­ar Úkraínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert