Einn fórst í drónaárás Rússa

Rússar réðust árla morguns á úkraínsku borgina Khmelnytskyi með írönskum …
Rússar réðust árla morguns á úkraínsku borgina Khmelnytskyi með írönskum drónum. AFP

Rússar réðust árla morguns á úkraínsku borgina Khmelnytskyi með írönskum drónum. Einn fórst og fjórir særðust í árásinni.

„Á þessari stundu vitum við af einum sem lést og fjórum sem særðust,“ segir Oleksandr Symchyshyn, borgarstjóri Khmelnytskyi.

Sá látni var slökkviliðsmaður sem var á vakt þegar Rússar gerðu árás á borgina. Úkraínski herinn hefur tilkynnt að þeim tókst að eyðileggja 11 af 14 drónum Rússa. Níu þeirra voru skotnir niður rétt fyrir utan borgarmörk Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert