Rússar réðust árla morguns á úkraínsku borgina Khmelnytskyi með írönskum drónum. Einn fórst og fjórir særðust í árásinni.
„Á þessari stundu vitum við af einum sem lést og fjórum sem særðust,“ segir Oleksandr Symchyshyn, borgarstjóri Khmelnytskyi.
Sá látni var slökkviliðsmaður sem var á vakt þegar Rússar gerðu árás á borgina. Úkraínski herinn hefur tilkynnt að þeim tókst að eyðileggja 11 af 14 drónum Rússa. Níu þeirra voru skotnir niður rétt fyrir utan borgarmörk Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu.