Einn látinn og tugir slasaðir eftir skjálfta

Viðbragðsaðilar leita í húsarústum í hverfinu Yesilyurt í tyrkneska héraðinu …
Viðbragðsaðilar leita í húsarústum í hverfinu Yesilyurt í tyrkneska héraðinu Malatya í morgun. AFP

Einn er látinn og tugir slasaðir eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,6 skók austurhluta Tyrklands í morgun.

Einhverjar byggingar hrundu í skjálftanum, að sögn stjórnvalda.

Upptök skjálftans voru í hverfinu Yesilyurt í héraðinu Malatya. Þar varð einnig stór jarðskjálfti 6. febrúar sem varð yfir 44 þúsund manns að bana í Tyrklandi og þúsundum til viðbótar í nágrannaríkinu Sýrlandi.

„Einn ríkisborgari lést. 69 til viðbótar slösuðust,“ sagði Yunus Sezer hjá almannavörnum Tyrklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka