Bretland og Evrópusambandið hafa náð samkomulagi um hvernig fyrirkomulagi tollvörslu á landamærum Norður-Írlands og Írlands verður háttað, rúmum þremur árum eftir að útganga Breta úr Evrópusambandinu tók gildi.
Reuters greinir frá.
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla að tilkynna samkomulagið, sem er ætlað að stemma stigu við deilur sem spruttu upp eftir Brexit, í dag eftir fund sinn með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Það á eftir að koma í ljós hvert innihald samkomulagsins er.