Auðjöfurinn Elon Musk hefur sakað fjölmiðla um að vera haldnir kynþáttafordómum gagnvart hvítu fólki og fólki af asískum uppruna eftir að dagblöð vestanhafs tilkynntu að þau ætluðu að hætta að birta teiknimyndasögurnar Dilbert eftir Scott Adams.
Höfundurinn birti myndskeið af sjálfum sér þar sem hann sagði svart fólk vera „haturshóp“.
Reuters greinir frá.
Elon Musk tjáði sig um málið á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann gegnir stöðu forstjóra. Þar sagði hann að „í mjög langan tíma voru bandarískir fjölmiðlar haldnir kynþáttafordómum gagnvart þeim sem ekki voru hvítir, nú eru þeir haldnir kynþáttafordómum gegn hvítum og Asíubúum.“
For a *very* long time, US media was racist against non-white people, now they’re racist against whites & Asians.
— Elon Musk (@elonmusk) February 26, 2023
Same thing happened with elite colleges & high schools in America.
Maybe they can try not being racist.