Tyrknesk stjórnvöld segja að viðræður Svía og Finna um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, séu fyrirhugaðar 9. mars næstkomandi.
Viðræðunum var frestað í janúar eftir mótmæli í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar. Meðal annars var kóraninn brenndur fyrir utan tyrkneska sendiráðið í borginni.
„Fundurinn verður haldinn 9. mars,“ sagði Meclut Cavsoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, á blaðamannafndi.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í síðasta mánuði að Svíar ættu ekki að búast við stuðningi Tyrklands við aðildarumsókn landsins í NATO.