NATO-viðræður fyrirhugaðar 9. mars

Sanna Marin og Ulf Kristersson, forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar.
Sanna Marin og Ulf Kristersson, forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar. AFP/Anders Wiklund

Tyrknesk stjórnvöld segja að viðræður Svía og Finna um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, séu fyrirhugaðar 9. mars næstkomandi.

Viðræðunum var frestað í janúar eftir mótmæli í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar. Meðal annars var kór­an­inn brennd­ur fyr­ir utan tyrk­neska sendi­ráðið í borginni.

„Fundurinn verður haldinn 9. mars,“ sagði Meclut Cavsoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, á blaðamannafndi.

Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, sagði í síðasta mánuði að Svíar ættu ekki að bú­ast við stuðningi Tyrk­lands við aðild­ar­um­sókn lands­ins í NATO.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert