Talið er að yfir 100 flóttamenn hafi látist þegar skip sem sigldi með þá til Crotone í Ítalíu sökk í Miðjarðarhafinu.
Yfirvöld í Ítalíu hafa staðfest að tala látinna enn sem komið er sé 62 en rúmlega 200 manns frá Afganistan, Pakistan, Sómalíu og Íran voru um borð.
BBC greinir frá.
Ítalska landhelgisgæslan hefur gefið það út að um 80 manns hafi fundist heilir á húfi. Stór hluti þeirra sem voru um borð skipsins er enn saknað.
Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, kveðst vera harmi slegin yfir tíðindunum og segir hún örlög flóttamannanna vera á ábyrgð þeirra sem stunda mansal.
„Það er ómannúðlegt að skipta lífum karla, kvenna og barna fyrir „ferðamiðann“ sem þau greiddu í fölskum vonum fyrir greiða ferð,“ segir hún í yfirlýsingu um málið.
„Ríkisstjórnin er staðráðin í að koma í fyrir slíkar brottfarir og um leið þeim hörmungum sem stafar af þeim.“