Telja að yfir 100 hafi látist þegar skip sökk

Talið er að yfir 100 flóttamenn létu lífið er skip …
Talið er að yfir 100 flóttamenn létu lífið er skip sem sigldi með þau til Ítölsku eyjunnar Crotone sökk. AFP

Talið er að yfir 100 flótta­menn hafi lát­ist þegar skip sem sigldi með þá til Crot­one í Ítal­íu sökk í Miðjarðar­haf­inu.

Yf­ir­völd í Ítal­íu hafa staðfest að tala lát­inna enn sem komið er sé 62 en rúm­lega 200 manns frá Af­gan­ist­an, Pak­ist­an, Sómal­íu og Íran voru um borð.

BBC grein­ir frá.

Ítalska land­helg­is­gæsl­an hef­ur gefið það út að um 80 manns hafi fund­ist heil­ir á húfi. Stór hluti þeirra sem voru um borð skips­ins er enn saknað. 

Gi­orgia Meloni, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, kveðst vera harmi sleg­in yfir tíðind­un­um og seg­ir hún ör­lög flótta­mann­anna vera á ábyrgð þeirra sem stunda man­sal.

„Það er ómannúðlegt að skipta líf­um karla, kvenna og barna fyr­ir „ferðamiðann“ sem þau greiddu í fölsk­um von­um fyr­ir greiða ferð,“ seg­ir hún í yf­ir­lýs­ingu um málið.

„Rík­is­stjórn­in er staðráðin í að koma í fyr­ir slík­ar brott­far­ir og um leið þeim hörm­ung­um sem staf­ar af þeim.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert