TikTok-bann of harkaleg viðbrögð

TikTok er sérstaklega vinsælt meðal ungs fólks.
TikTok er sérstaklega vinsælt meðal ungs fólks. AFP

Kínverjar saka Bandaríkjamenn um að bregðast of harkalega við eftir að ríkisstarfsmenn fengu þau fyrirmæli í gær að þeir hefðu 30 daga til að eyða samfélagsmiðlinum TikTok úr snjalltækjum sínum.

Miðillinn er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, en ásakanir hafa verið uppi um að fyrirtækið safni saman upplýsingur um notendur og komi þeim áfram til kínverskra yfirvalda. Áhyggjur stjórnvalda í vestrænum ríkjum hafa því vaknað yfir notkun miðilsins.

Mao Ning, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sakar Bandaríkjamenn um að misnota vald sitt til að bæla niður erlend fyrirtæki. „Við mótmælum staðfastlega þessum óeðlilegu aðgerðum,“ sagði Ning við fréttamenn í dag.

„Bandaríkjamenn ættu að virða lögmál markaðarins og eðlilega samkeppni, hætta að bæla niður fyrirtæki og skapa sanngjarnt umhverfi fyrir erlend fyrirtæki í Bandaríkjunum,“ sagði hún jafnframt. Það væri ástæðulaust að óttast vinsælasta smáforrit unga fólksins.

Þingmönnum Evrópuþingsins og dönskum þingumönnum hefur einnig verið bannað að nota TikTok, sem og opinberum starfsmönnum í Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert